Söguslamm

Félag sagnaþula hefur staðið fyrir sagnakvöldum mánaðarlega í hátt í tvö ár þar sem hver sem vill og verður getur sagt sögu. Það hefur heppnast vel og í fyrra var ákveðið að halda keppni í að segja sögur, Söguslamm. Vinningshafinn í þeirri keppni keppir svo í norðurlandakeppninni.

Lýsing
Keppnin er í tveimur umferðum. Í fyrri umferð mega allir keppa sem vilja. Þrír efstu úr fyrri umferð halda áfram í úrslit. Hver keppandi fær 7 mínútur í hvorri umferð fyrir sig.